Vinnuslys – slysabætur

Vinnuslys geta verið af ýmsum toga og mis alvarleg. Þau eiga það samt sameiginlegt að launþegatrygging atvinnurekanda bætir þau flest. Mikilvægt er að leita læknis sem fyrst eftir slys, sama hversu lítil þau virðast, því þau geta orðið langvinn ef ekkert er að hafst. Í framhaldinu skaltu hafa samband við okkur og við könnum þinn bótarétt. Það kostar ekkert að hafa samband og þú greiðir enga þóknun ef þú færð ekki bætur, en það getur bætt þér útlagðan kostnað og tekjutap ef þú ert frá vinnu vegna óhapps.

Varðandi slysabætur eftir vinnuslys er mikilvægt að halda rétt á málum frá upphafi og setja það í rétt ferli þannig að þú hafir ekki óþarfa fjárhagsáhyggjur ofan á þín meiðsli.

Við sjáum um að tilkynna slysið til tryggingafélags og sjúkratrygginga Íslands. Vinnuveitendum ber skylda samkvæmt kjarasamningum til að slysatryggja starfsmenn sína vegna vinnuslysa sem geta orðið í vinnu, sem og á leið í og úr vinnu. Þú getur fylgst með þínu máli í þjónustugáttinni sem er aðgengileg hérna á vefnum okkar.

Bætur fyrir vinnuslys eru mismunandi en yfirleitt eru greiddar:

  • Dagpeningar
  • Útlagður kostnaður vegna slyss
  • Bætur vegna tekjutaps
  • Þjáningarbætur
  • Miskabætur
  • Bætur vegna varanlegrar örorku

Hafðu samband við okkur, við tökum vel á móti þér og veitum fullan trúnað.

vinnuslys