Slys í frítíma

Frítímaslys eru þau slys sem eiga sér stað utan vinnutíma, á heimilum, við tómstundir eða í fríum.

Bætur vegna slyss í frítíma geta verið flókin að eiga við því þau geta fallið undir mismunandi tryggingaflokka, eftir því hvernig og undir hvaða kringumstæðum slysið átti sér stað. Þess vegna er mjög mikilvægt að leita ráða hjá óháðum aðila eins og Tryggingarétti til að vera viss um hver réttur manns er.

Lendir þú í slysi í frítíma er möguleiki að heimilis- og fjölskyldutryggingin greiði bætur vegna þess. Margir átta sig ekki á að börn falla undir þá tryggingu líka og eiga þannig rétt á greiðslu bóta. Einnig er að finna ákvæði um slysatryggingu í frítíma í ýmsum tryggingum greiðslukorta eða almennum slysatryggingum.

Margir vinnuveitendur eru líka með frítímaslysatryggingu fyrir starfsmenn sína. Verði slys í frítíma af völdum annars aðila getur verið bótaskylda úr ábyrgðartryggingu þess.

Bætur sem greiddar eru vegna frítímaslysa eru:

  • vegna læknisfræðilegs miska
  • dagpeningar vegna óvinnufærni í einhvern tíma