Algengar spurningar um bótarétt

Hér má finna svör við algengum spurningum um slysabætur, bótarétt og annað sem viðkemur þínum rétti til bóta. Við hvetjum þig til að senda okkur fyrirspurn annaðhvort í tölvupósti eða í gegnum facebook síðuna okkar ef það eru einhverjar spurningar sem þig vantar svör við. Við tökum vel á móti þér.

Hvað má líða langur tími eftir slys þar til ég hef samband?

Best er að hafa samband eins fljótt eftir slys og mögulegt er, þá hefjumst við handa við að safna gögnum. Í mörgum tilfellum þarf að tilkynna slys innan árs á það t.d. við um frítímaslys og vinnuslys.

Get ég fengið bætur ef ég var í órétti?

Já, þú getur fengið bætur þó þú hafir verið í órétti.

Get ég fengið bætur ef ég lendi í óhappi á leiðinni í vinnuna?

já, launþegatrygging atvinnurekanda bætir líkamstjón vegna slyss til og frá vinnu. Launþegar eru tryggðir skv. kjarasamningum.

Get ég fengið bætur ef ég var í mínum eigin frítíma?

Já, í heimilistryggingu er innifalin frítímaslysatrygging.

Hvaða gögn þarf ég að fá og geyma eftir slysið?

Tryggingaréttur sér um að afla allra gagna, eina sem tjónþoli þarf að geyma og halda utan um eru reikningar sem falla til vegna slyssins. Tryggingaréttur sér um að innheimta útlagðan kostnað samkvæmt þeim reikningum, slasaða að kostnaðarlausu.

Hvað get ég fengið mikið í bætur?

Upphæð bóta er mismunandi eftir tegundum slysa.  T.d. fer upphæð bóta slyss sem verður í frítíma eftir þeirri tryggingu sem slaði er með á slysdegi. 

Hver borgar bæturnar?

Í langflestum tilfellum eru það tryggingafélög sem greiða bætur. T.d.  að ef um er að ræða umferðarslys þá greiðir tryggingafélag ökutækis sem olli tjónininu bætur. 

Hvað þarf ég að borga lögfræðingum?

Tryggingaréttur tekur enga þóknun nema slasaði fái bætur. Þóknun er alltaf árangurstengd og fer því eftir upphæð bóta sem slasaði fær. Kostnaður er gerður upp við lok máls. Slasaði greiðir aldrei sérstaka þóknun fyrir viðtal og getur alltaf leitað til okkar sér að kostnaðarlausu.  

Fæ ég einhvern kostnað greiddan, til dæmis ferðakostnað?

Já, útlagður kostnaður eins og ferðakostnaður er greiddur og fer upphæð eftir þeirri trygginu sem gildir um slysið. 

Eru bætur fyrir fatnað og annað sem eyðileggst?

Já í flestum tilfellum, en upphæð fer eftir þeirri tryggingu sem slysið fellur undir.

Hvað tekur við eftir slys? Hvernig er ferlið?

Fyrsta skrefið er alltaf að fara til læknis þegar fólk lendir í slysi. Svo er mikilvægt að hafa samband við okkur. Við byrjum á því að tilkynna slysið. Þá fer fram fundur með okkur og tjónþola í eigin persónu, í gegnum netið eða í síma. Næst tilkynnum við til viðkomandi tryggingarfélags og í kjölfarið fer fram gagnaöflun á öllum þeim gögnum sem tengjast slysinu. Meðal annars skoðum við gögn frá fyrstu heimsókn tjónþola til læknis, sem fer oftast fram á sjúkrahúsi. Þegar gagnaöflun er lokið ráðfærum við okkur við lækninn um það hvort frekari meðferðar sé þörf. Við leggjum ekki mat á skjólstæðing fyrr en meðferðum er lokið. Þetta tekur oft rúmt ár og á þeim tíma er og ætti tjónþoli að huga að heilsunni, fara eftir fyrirmælum frá sínum lækni, fara í sjúkraþjálfun og ýmislegt fleira. Þegar öll gögn liggja fyrir er tjónið metið af óháðum aðila, þ.e. lækni, og í sumum tilfellum er einnig fenginn lögmaður til að meta. Á grundvelli þessa mats er gerð bótakrafa á viðkomandi tryggingafélag.

Er ökumaður á rafhlaupahjóli tryggður eins og venjulegur ökumaður?

Nei, rafhlaupahjólin falla þau ekki undir sömu reglur og skráð ökutæki.  Bætur vegna slyss sem gerist á rafhlaupahjóli er skv. frítímaslysatryggingu sem er innifalin í heimilistryggingu.  Þær tryggingar eru mismunandi hvað fjárhæð varðar og þeir sem ferðast mikið á þannig hjóli ættu að skoða sínar tryggingar vel.

Eru allar tryggingar jafn góðar, hvað þarf maður að hafa ef maður stundar áhættuíþróttir í frítíma?

Nei, það þarf að kynna sér skilmála tryggingar mjög vel. Tryggingafélögum ber skylda til að upplýsa tryggingataka um þá skilmála. Athuga þarf þær upphæðir sem gilda og þá kaupa tryggingu í samræmi við þarfir sínar. Í sumum tilfellum borgar sig að skoða sérstaka slysatryggingu. 

Hvaða ferli tekur við þegar vinnuslys eiga sér stað, eins og við sáum í Verbúðinni á RÚV? Hvaða rétt eiga Pétur (Sveppi) og Einar (Gói) ?

Pétur á rétt á bótum úr launþegatryggingu og einnig þarf að skoða ábyrgðartryggingu vinnuveitanda.  Launþegatrygging greiðir honum bætur vegna miska eða skerðingu á lífsgæðum, hann fær greiddan útlagðan kostnað frá Sjúkratryggingum Íslands og miskabætur skv. lögum um almannatryggingar. Þá fær Pétur greiddar bætur skv. skaðabótalögum þar sem aðbúnaður á vinnustað var ekki í samræmi við lög og reglur.  Þá fær hann auk þess bætur fyrir framtíðartekjutap, þar sem hann hefur orðið fyrir skerðingu á hæfi til afla tekna.

Eftir að Pétur hefur leitað til læknis þá hefur hann samband við Tryggingarétt og veitir lögmönnum umboð til að sjá um alla þætti er varðar slysið.

Tryggingaréttur tilkynnir slysið til tryggingafélags vinnuveitanda og Sjúkratrygginga Íslands.

Tryggingaréttur sér um að afla gagna og öll samskipti við tryggingafélagið sem umræðir, þ.m.t. innheimta á útlögðum kostnaði og innheimta á tímabundnu tekjutapi.

Pétur þarf að einbeita sér að því að ná bata og sinna fyrirmælum frá læknum.

Þegar meðferð er lokið þá er tímabært að meta afleiðingar tjónsins.  Mat fer þó aldrei fram fyrr en í fyrsta lagi ári eftir slys.

Þá setja lögmenn Tryggingaréttar upp matsbeiðni og velja matsmenn með hliðsjón af þeim áverkum sem viðkomandi hlaut í slysinu.

Eftir matsfund skila matsmenn matsgerð um afleiðingar slyssins.

Tryggingaréttur reiknar út bótafjárhæð í samæmi við niðurstöðu matsgerðar og gerir kröfu um greiðslu á bótum til tryggingafélags.

Einar á rétt á bótum skv. skaðabótalögum, þannig fær hann miskabætur, bætur fyrir framtíðartekjutap, þjáningabætur og bætur fyrir tímabundið tekjutap.  Ferlið er það sama og hér að ofan.

Hafðu samband

Við tökum vel á móti öllum þínum spurningum og fyrirspurnum

tryggingarettur@tryggingarettur.is
Sími: 419 1300