fbpx

Mál eru misjöfn og taka mis langan tíma í vinnslu. Mat á tjóni getur þó aldrei farið fram fyrr en í fyrsta lagi einu ári eftir slys. Nauðsynlegt er að hafa samband við Tryggingarétt eins fljótt og kostur er til þess að tryggja bótarétt og til að koma málinu í réttan farveg.

Starfsmenn Tryggingaréttar afla allra nauðsynlegra gagna og sjá um öll samskipti við tryggingafélög. Starfsmenn Tryggingaréttar sjá einnig um að afla matsgerðar og ganga frá bótagreiðslum frá tryggingafélögum. Áður en gengið frá uppgjöri er farið yfir matsgerð og uppgjör klárað í samráði við tjónþola.