Sjóslys Slysabætur
Sjóslys eru þau slys sem verða um borð í bát sem er í atvinnustarfsemi. Sjómenn hafa ríka vernd úr tryggingum vinnuveitenda sinna enda getur tekjumissir orðið umtalsverður ef slasaður sjómaður er lengi frá vinnu. Bætur vegna sjóslysa má líkja við bætur vegna umferðarslysa, þ.e. eru greiddar óháð því hvort slysið verður rakið til mistaka eða vanrækslu.
Mikilvægt er að tilkynna viðeigandi aðilum um slysið, þ.e. vinnuveitanda, fara í læknisskoðun við fyrsta tækifæri og leita réttar síns sem fyrst eftir slys jafnvel þó tjónið virðist smávægilegt, það getur undið upp á sig og ef lengri tími líður getur verið erfiðara að tengja áverka við slysið.
Sjómaður sem lendir í slysi á sjó á alltaf að hafa óháðan fulltrúa sem skoðar og stendur vörð um rétt hans gagnvart öðrum aðilum. Það er þinn réttur.
Hafðu samband við okkur með því að hringja eða senda okkur póst, það kostar ekkert að skoða málið.
Greiddar eru bætur vegna:
- Tímabundis tekjutjóns
- Þjáningarbætur
- Varanlegs miska
- Varanlegrar örorku
- Útlagður kostnaður vegna slyss